framandgerving

Listbragð í leikhúsi og kvikmyndum, ættað frá þýska höfundinum Berthold Brecht, sem felst í að gera vanabundin fyrirbæri framandleg til að áhorfendur sjái veruleika sinn í nýju ljósi. Á þýsku; Verfremdungseffekt.