Kvikmyndafræði Háskóla Íslands

Kvikmyndin reyndist ríkjandi listform 20 aldarinnar. Þessi nýja listgrein gerði umbrot nútímans að viðfangsefni sínu en að sama skapi var kvikmyndin sjálf ein skýrasta birtingarmynd nýrrar heimsmyndar. Í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands er þetta mikilvæga listform skoðað í fræðilegu ljósi. Það þýðir að þótt glímt sé við kvikmyndir sem sjálfstæð og merkingarbær listaverk er jafnframt ávallt leitast við að setja þær í sögulegt og menningarlegt samhengi

Dýnamísk samvinna

Unnið er í dýnamísku samfélagi kvikmyndaunnenda og lögð er áhersla á að bjóða upp á kvikmyndasýningar, lifandi umræður um jafnt kvikmyndir og fræði, sem og nána samvinnu kennara og nemenda. Kvikmyndafræðinni er umhugað um að merking hins hnattræna listforms kvikmyndarinnar sé ekki aðeins skoðuð úr fjarlægð heldur sé einnig litið til okkar eigin menningarlega samhengis og nærsamfélags.

Frá 101 til Hollywood

Þótt spurt sé hvert mikilvægi og hlutverk nútímalegra leikstjóra á borð við Dag Kára og Baltasar Kormák sé í menningunni er ekki síður glímt við þá spurningu hvort framlag þeirra hljóti ekki að teljast léttvægt miðað við Hollywood, sem fyllir jú flest okkar bíó allan ársins hring. Til að bregðast við spurningum sem þessum er gestum úr kvikmyndaheiminum boðið í heimsókn í tíma

Sérþekking á ríkjandi miðli

Ef þú hefur áhuga á kvikmyndum og vilt öðlast sérfræðiþekkingu um allt sem þeim viðkemur, þá ættir þú að íhuga nám í kvikmyndafræði Háskóla Íslands.

Viltu vita meira?

Fjölbreytt námsframboð í grunnnámi

Skoðaðu kennsluskrána fyrir BA-nám í kvikmyndafræði hér.


Víðtækt námsframboð í framhaldsnámi

Skoðaðu kennsluskrána fyrir MA-nám í kvikmyndafræði hér.

Grunnnám í kvikmyndafræði
Meistaranám í kvikmyndafræði