verufræði

Verufræði er ein af undirgreinum heimspeki ásamt t.d. þekkingarfræði og siðfræði. Verufræði fæst meðal annars við vangaveltur um hvað sé raunverulega til, hvað aðskilur ólík fyrirbæri ásamt því hvernig þau tengjast.

Image

Hér má sjá heimspekingana Platón og Aristóteles deila um verufræðileg og þekkingarfræðileg álitamál í frægu málverki eftir Rafael sem nefnist Skólinn í Aþenu (1509–1510). Platón bendir til himins og vísar þar með í hugmyndir sínar um óveraldlegar frummyndir á meðan Aristóteles bendir fram fyrir framan sig til þess að gefa til kynna að sannleikans ber að leita í veraldlegum fyrirbærum.