frásagnarfræði

Fræðigrein sem snýst um frásagnarform og reynir að ná utan um allskonar sögur, þar með talið kvikmyndir. Hugtakið „fabula“ (saga) er fengið úr rússneskri frásagnarfræði og felur í sér alla á atburði sem áhorfandinn sér eða ímyndar sér í þeirri röð sem gengið er út frá að þeir hafi átt sér stað. „Syuzhet“ (söguþráður), lýsir röð atburða innan ákveðinnar frásagnar.