húmanismi

Evrópsk menningarstefna sem kom fram á síðari hluta 14. aldar sem liður í endurreisninni á Ítalíu og breiddist síðan út um Evrópu. Fólst einkum í kröfu um frelsi einstaklingsins frá kirkjuvaldinu og stéttaskiptingu lénsskipulagsins. Húmanisminn lagði áherslu á menntun til að ýta undir víðtækan þroska og efla hæfileika einstaklingsins. Fyrirmyndir voru sóttar til klassískrar menningar og lestur sígildra verka fornaldar var talinn endurvekja þá andagift sem glatast hefði á miðöldum.