formalismi

Rannsóknarstefna í rússneskri bókmenntafræði á árunum milli 1915 og 1930 þar sem lögð var áhersla á að greina formlegar einingar skáldverka, málfarslegar og fagurfræðilegar. Sá sem aðhyllist formalisma telur að listrænt form og fágun þess skipti sköpum um listgildi verks.