rökkurmynd

Hugtak sem franskir gagnrýnendur bjuggu til á fimmta áratugnum til að lýsa Hollywood-myndum sem gerðust í undirheimum og voru töluvert myrkari en hafði áður þekkst, bæði hvað varðar andrúmsloftið og myndheildina. Þessar myndir voru alla jafna svart-hvítar, teknar upp að næturlagi í stórborgum og fjölluðu um siðferðislega vafasamar persónur, spilltar stofnanir og hættulegar konur. Flétturnar voru gjarnan flóknar og lýsing og myndataka færðar í stílinn.

The Big Sleep (1946, Howard Hawks)

https://youtube.com/watch?v=VjJlBnfyiI4%3Fwmode%3Dtransparent