þekkingarfræði

Fræðigrein sem fjallar um eðli þekkingar; hvað sé þekking og hvers vegna. Þekkingarfræði er ein höfuðgrein heimspekinnar og leitast hún meðal annars við að skýra muninn á þekkingu og skoðun og samband þekkingar, reynslu og hugsunar. Tvö meginsjónarmið hafa einkum tekist á í þekkingarfræði og eru þau kennd við rökhyggju og raunhyggju.