sæborg

Höfundur svars: Katrín Guðmundsdóttir

Samkvæmt Enskri-íslenskri orðabók er sæborg (e. cyborg): ,,Lífvera, annað hvort maður eða dýr, tengd við tæki sem stjórnar eða mælir líkamsstarfsemina í tilraunaskyni“. Skilgreiningin er að vissu leyti rétt en takmarkast hins vegar við mjög svo afmarkaðan hluta af þeirri útlistun og hugmyndafræði sem sæborgin býður í raun upp á.

Orðið, sem er samsuða hugtakanna stýrifræði (e. cybernetics) og lífvera (e. organism), var upphaflega búið til árið 1960 af lífeðlisfræðingnum Donna Haraway hefur um sæborgina, það er að segja hlutverk hennar og möguleika.

Í stefnuyfirlýsingu Haraway frá árinu 1985 endurskilgreinir hún hugtak þeirra Clynes og Kline með aukna áherslu á þann samfélagslega ávinning sem það býður upp á. Hún bendir á að sæborgin sé mun eldri en hugtakið sjálft og eigi sér til dæmis langa og margþætta hefð í skáldskap. Rekja má afbrigði sæborgarinnar allt aftur til goðsagna Forn-Grikkja þegar gyðjan Afródíta gæðir myndastyttu myndhöggvarans Pygmalion lífi og hann verður ástfanginn af henni eða þegar guðinn Hefaistos býr til risavaxna málmmennið Talos í hernaðarlegum tilgangi. Sæborgin er því ekki endilega bundin við nútíma tækni eins og kenning þeirra Clynes og Kline gefur til kynna því hugmyndir um stýrifræði af ýmsu tagi voru komnar fram löngu áður, þó þær hafi ekki endilega verið vísindalegar. Góleminn er til dæmis gott dæmi um óvísindalega sæborg samkvæmt goðsögum gyðinga var hann mótaður úr leir í einhverskonar ímynd og gæddur lífi. En ef skilgreiningin á hugtakinu er svo einföld að hún skilyrðist einungis við efnismótun og lífanda má þá jafnvel gera ráð fyrir að Adam og Eva hafi líka verið sæborgir. Þannig er nauðsynlegt að draga ákveðna línu við þann skáldskap sem mótaðist í kjölfar iðnbyltingarinnar og tæknivísinda.

Fyrsta dæmið um vísindalega sæborg í skáldskap kemur fram í Þýskalandi árið 1816 þegar vélbrúðunni Olympiu bregður fyrir í smásögu Isaac Asimov í I, Robot (1950) sýndu til dæmis fram á að sæborgin þurfti ekki að vera litin hornauga þrátt fyrir vafasaman uppruna hennar. Örlög hennar þurftu heldur ekki að vera bundin eyðileggingu og upplausn þar sem eiginleikar hennar buðu upp á velmegun og jafnvel frelsun.

Með tilkomu stafrænnar tækni er hægt að segja að önnur þáttaskil hafi orðið í sögu skáldskapar-sæborgarinnar þar sem hún býður upp á mun raunhæfari framtíðarsýn en þær sem á undan höfðu komu. Vissulega hefur vélbrúða Hoffmann og vélþjónar Asimovs þótt líkleg til sköpunar í sínum tíma og að vissu leiti eru hinir seinni það enn en það sem greinir þau frá stafrænu tækninni er að hún er nú þegar orðin möguleg. Framtíðarsýn á borð við þá sem kemur fram í tímamótaverkinu Matrix (Lilly Wachowski, 1999, 2003, 2003) er því bæði orðin mun röklegri og ítarlegri en áður þar sem internetið er nú þegar orðið ráðandi þáttur í samfélagi manna.

Það sama gildir um sæborgina en samkvæmt Haraway er öll sú tækni, sem mannkynið hagnýtir til að halda sér á lífi eða auðvelda sér það, til þess fallin að við getum í raun skilgreint okkur  sæborgir. Þannig eru öll lyf, stoðtæki, hjólastólar og gangráðar til dæmis tæknilegi þáttur þess, sem og hversdagslegri hlutir eins og gleraugu, armbandsúr og jafnvel bílar og þá má líka flokka stofnanir, samgöngukerfi og borgir undir þennan sama hatt. Það er því hálf ómögulegt fyrir nútímamanneskju að vera ekki sæborg þar sem tæknin er búin að yfirtaka flesta þætti samfélagsins. Haraway gerir sér grein fyrir þessu og fullyrðir að framtíð mannkynsins sé alfarið bundið sæborginni. Þá á hún ekki við að við munum halda áfram að hagnýta tæknina á sama hátt og við gerum í dag heldur að við munum sameinast henni alfarið. Þessi samruni býður upp á frelsun mannkynsins frá vinnuafli og enn mikilvægara frelsun mannsandans.

Með afnámi hins holdlega munu takmarkanir tvíhyggjunnar loks þurrkast út sem og þau samfélagslegu mein sem þeim fylgja eins og til dæmis kynjamisrétti, kynþáttamisrétti og annars konar fordómar. Sæborgarframsýn og heimssýn Haraway er á þennan hátt mun jákvæðari en margur af þeim skáldskap sem þreifað hefur fyrir sér á vettvangi sæborgarinnar. Það er hins vegar undir mannkyninu komið að velja réttu leiðina.

Heimildir:

Daniel Dinello, Technophobia! Science Fiction Visions of Post-human Technology (Austin: University of Texas Press, 2005).

Donna Haraway, „A Cyborg Manifesto: Science, technology and socialist-feminism in the late twentieth century“. The Cybercultures Reader (London: Routledge, 2000).

Úlfhildur Dagsdóttir, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2011).