póstmódernismi

Listræn hefð í byggingarlist, málaralist, bókmenntum, tónlist og kvikmyndum sem innlimar brot eða tilvísanir úr öðrum hefðum; menningarlegum, pólitískum eða efnahagslegum samhengjum sem ögra ríkjandi hugmyndafræði módernisma. Þar með talið hugmyndum um að list geti varpað ljósi á heiminn, að skiptingin í há- og lágmenningu eigi rétt á sér ásamt því að grafa undan þeirri hugmynd að listamenn búi yfir einhverskonar snilligáfu eða sjálfstæði.