„Montage“, eða myndflétta á íslensku, er franska orðið yfir „klippingu“. Hugtakið vísar í samskeytingu mynda en hefur þó í ríkari mæli lýst ákveðnum stíl sem einkennist af mótsetningu mynda sem eru sameinaðar með klippingu. Myndfléttur voru algengar í þöglummyndum Sovíetríkjanna á sínum tíma ásamt því að þær tíðkast gjarnan í Hollywood-myndum til þess að lýsa einhverju eða til þess að marka óvenju hraða framgöngu tímans. Sergei Eisenstein skilgreindi vitsmunalegar myndfléttur sem svo að ólíkum myndum hafi vísvitandi verið styllt upp hlið við hlið til þess að kalla fram hugmyndir (sjá einnig „dialectial montage“ og „disjunctive editing“.)
https://youtube.com/watch?v=JYedfenQ_Mw%3Fwmode%3Dtransparent