Samræða þar sem andstæð sjónarmið takast á; rökræða. Díalektík er heimspekikenning sem segir að söguleg þróun eigi sér stað fyrir átök andstæðna sem sameinist á æðra stigi og geti aftur af sér nýjar andstæður og átök. Díalektík er rakin til G.W.F. Hegel sem byggði hugmyndir sínar á samræðulist Sókratesar.