Skjalataskan

Heimildameðferð, tilvísanir og frágangur Kvikmyndafræðinnar

Við vísun til heimilda er notuð samsett tilvísana- og heimildaskrá. Í þessu kerfi er ekki nauðsynlegt að vera með heimildaskrá í lokin nema í undantekningartilvikum. Allar bókfræðilegar upplýsingar um verkið sem vitnað er til eru gefnar í númeruðum neðanmálsgreinum (þegar fyrst er minnst á verkið). Hér að neðan eru viðmiðunarreglur. Um aðrar gerðir, s.s. tilvísanir í skjöl, viðtöl og vefsíður, skal gæta samræmis.