SÆKJA UM

SÓTT UM Í KVIKMYNDAFRÆÐI
Umsóknarfrestur um grunnnám í kvikmyndafræði rennur út í byrjun júní ár hvert.

Skila þarf staðfestu ljósriti/afriti úr framhaldsskóla (ljósriti/afriti með bláum stimpli og undirritun) af öllu stúdents­prófs­skírteininu eins fljótt og hægt er. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki tekin gild. Umsækjendur sem í umsóknarferlinu veittu Háskóla Íslands leyfi til að sækja rafrænt stúdentsprófskírteini úr Innu þurfa ekki að skila staðfestu afriti.

Nánar um umsóknarferlið

Hvað gerist eftir að ég hef skilað inn umsókn? Leitast er við að afgreiða umsóknir innan þriggja vikna frá því að þær og öll fylgigögn berast.

Skrásetningargjald: Sé umsókn samþykkt birtist rafrænn reikningur fyrir skrásetningargjaldi, kr. 75.000, í netbanka umsækjanda.  Greiðsluseðill á pappír er einungis sendur á lögheimili þeirra sem óska sérstaklega eftir því í rafrænni umsókn. Skrásetning til náms við Háskóla Íslands tekur gildi við greiðslu skrásetningargjaldsins. Gjaldið er ekki endurkræft.

Hvernig get ég fylgst með afgreiðslu umsóknar? Við umsókn fær umsækjandi úthlutað veflykli sem hann þarf að varðveita. Veflykilinn getur umsækjandi notað á síðunni Upplýsingar fyrir umsækjendur til að fylgjast með stöðu umsóknarinnar. Ef veflykill glatast þarf umsækjandi að hafa samband við Nemendaskrá HÍ.

Hvað gerist eftir að umsókn hefur verið samþykkt? Þegar umsóknir hafa verið samþykktar og greiðsla hefur farið fram sækja umsækjendur um notandanafn og lykilorð með því að fara á síðuna Upplýsingar fyrir umsækjendur, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veitir Nemendaskrá HÍ sem er staðsett í Háskólatorgi, 3. hæð, s. 525 4309, netfang nemskra@hi.is.